Blómastandur – fyrir & eftir

Blómastandur – fyrir & eftir

Ég rakst á fallegan blómastand í IKEA um daginn.

Hann var fallegur eins og hann var í búðinni en ég ákvað samt að kaupa hann með það í huga að breyta honum örlítið áður en hann færi upp í stofunni minni.
Þegar heim var komið málaði ég fæturna sem upphaflega voru viðarlitaðar, dökk gráar í stíl við vegg í stofunni hjá mér.

FYRIR:

EFTIR:

Ég er fáránlega sátt með útkomuna, eiginlega ánægðari en ég þorði upphaflega að vona.

Standurinn er úr IKEA og heitir SATSUMAS hann kostar 5690 kr.
Liturinn sem ég málaði með heitir Hårdrock og fæst í Slippfélaginu.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku