Bleika góðgerðarpartýið 24.október

Bleika góðgerðarpartýið 24.október

Okkur Ynjum langar að segja ykkur frá skemmtilegu góðgerðarkvöldi sem er annað kvöld, 24.október í tilefni af bleikum október.
Það eru Drag-súgur, hárvörur.is og Urban Decay á Íslandi sem standa fyrir þessum flotta viðburði.

Drag-Súgur, hárvörur.is, Urban Decay á Íslandi og þú ætla að hittast
þriðjudagskvöldið 24. okt og safna pening til styrktar bleikum október.

Húsið opnar kl. 19:00.
Fyrstu 50 sem mæta fá gjafapoka frá Urban Decay og harvorur.is.

Þetta verður ekkert venjulegt kvöld krakkar 😍

Drag-Súgur ætlar að halda klikkað DRAG SHOW í tilefni bleiks októbers.

Miðaverð á showið er í þínum höndum ❤️
Þú velur upphæðina sem þú vilt borga fyrir miðann og þannig söfnum við saman fyrir bleikum október!

Einnig verða þrjár gullfallegar gjafakörfur frá Urban Decay, YSL og fleiri merkjum, og hárvörur frá Sexy Hair ⭐️, REF Stockholm og hár frá Easilocks.

Það verða kassar við körfurnar og þú getur boðið í þær. Sú/sá sem býður hæst mun eignast hana 💐

Taktu kvöldið frá og eigum saman klikkað skemmtilegt kvöld!

Hægt er að lesa allt um viðburðinn HÉR og við hvetjum ykkur öll til að mæta og styrkja gott og þarft málefni!

Facebook Comments