Biotherm: Life Plankton

Biotherm: Life Plankton

Vörurnar voru gjöf óháð umfjöllun

Þið sem hafið fylgt okkur lengi og lesið færslurnar mínar um snyrtivörur og séð mig á Snapchat (ynjur.is) vita að ég er með þurra og viðkvæma húð. Ég var því mjög glöð þegar ég fékk tækifæri til að prófa nýja vörulínu frá Biotherm sem er sérstaklega ætluð fyrir þessa húðgerð og mikið lagt í rannsóknir á þessari vörulínu.

Línan ber heitið Life Plankton og vörurnar tvær sem ég fékk til prufu eru serum vökvi og létt krem.
Línan inniheldur eins og nafnið gefur til kynna Life Planktons sem Biotherm hefur einkaleyfi á en það eru micro-lífverur með gríðarlega öfluga virkni. Upphaflega fengið úr Frönsku Pyranees fjöllunum og hreinn plankton-i inniheldur yfir 35 næringarefni!

Life Plankton Essence er serum vökvi, þ.e. þunnt eins og vatn en með virkni serums. Vökvinn er borinn á hreina húð, látinn síast inn í húðina áður en kremið er sett yfir. Vökvinn gefur mikinn raka og mér finnst hann persónulega kælandi og hressandi á morgnana og vekja húðina!
Life Plankton Sensitive Emulsion er létt krem sem inniheldur 5% hreint Life Plankton. Kremið fer einstaklega fljótt inní húðina og vegna þess hversu hár styrkleikinn er, er kremið mjög græðandi og róandi fyrir viðkvæma húð. Með tímanum styrkist húðin og verður minna vör við áreiti. Ég ber kremið á húðina u.þ.b. einni mínútu á eftir vökvanum!

Ég er búin að nota þessa línu meðfram öðrum í tvo mánuði núna og finn mikinn mun! Ég er sérstaklega hrifin af línunni á morgnana en mér finnst nauðsynlegt að morgunrútínan taki stuttan tíma og vekji húðina vel 🙂

Helsti gallinn er að umbúðirnar eru gler, en það er hluti af umhverfisstefnu Biotherm að minnka plast/pappa og það plast sem notað er, er endurvinnanlegt og jafnvel þannig að það eyðist fljótt í náttúrunni.
HÉR getið þið lesið meira um vörurnar og línuna í heild sinni!

Ef þú ert með viðkvæma húð mæli ég svo sannarlega með að þú skoðir þessa línu fyrir þig! Hún hentar fyrir allan aldur og auðvitað bæði kyn 🙂

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.