Beikonvafinn aspas – tilvalinn forréttur!

Beikonvafinn aspas – tilvalinn forréttur!

Ég legg mikið upp úr því að gefa hversdagsleikanum lit og finnst mikilvægt að halda hversdagsleikann ,,hátíðlegan” svona við og við. Við Hlynur erum miklir matgæðingar og eldum oft rétti sem taka lengri tíma en alla jafna. Til að seðja hið örvæntingarfulla hungur sem getur læðst aftan að manni á meðan beðið er eftir matnum er tilvalið að búa til einfaldan forrétt.

Einn af okkar uppáhalds heimagerðum forréttum er beikonvafinn aspas með parmesanosti.

Hráefnið sem þarf fyrir tvo:

5-6 Ferskir aspasstönglar

5-6 Beikonssneiðar

Dass af rifnum parmesanosti

Stillið ofninn á 200°C (með blæstri).

Vefjið eina beikonsneið utan um hvern aspasstöngul og raðið þeim á ofnplötu með bökunarpappír á. Dreifið parmesanosti yfir stönglana. Bakið í ofni í 15 mínútur.

Þegar stönglarnir eru teknir út er parmesanosti aftur dreift yfir stönglana.

Þá er rétturinn tilbúinn!

 

img_3211

 

14915386_10211174787584652_4402657916124750078_n

Facebook Comments