Beautybox september mánaðar

Beautybox september mánaðar

Færslan er ekki kostuð og höfundur keypti sér vörurnar í færslunni sjálf

 

Ég hef lengi ætlað að prófa að panta mér box mánaðarins frá beautybox.is, einu sinni reynt og boxið var þá uppselt en hugsað það mörgum sinnum og ekkert gert í því, fyrr en nú!
Þegar ég sá á Instagram Beautybox að september boxið væri komið í forsölu og að það væri í samstarfi við Glamour og Hörpu Kára þá lét ég loksins vaða og boxið fékk ég svo í hendurnar í gær.
Mig langar að sýna ykkur hvað leynist í boxinu og hvet ykkur 100% til að prófa!

Boxið inniheldur fjórar snyrtivörur, þrjár húðvörur og eina förðunarvöru ásamt súkkulaðistykki.
Boxið er einstaklega fallegt, einfalt en mikið lagt í að það sé upplifun að fá það í hendurnar og opna það.
Af því að ég pantaði mitt í forsölu hafði ég ekki hugmynd um hvað var í því fyrr en ég opnaði það og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum og næstum því eins og það hafi verið gert sérstaklega fyrir mig en þrjár af þessum fjórum vörum hefur mig langað að prófa og sumar lengi!

skyn Iceland: Hydro cool firming eye gels
kælandi augnmeðferð sem dregur úr þrota og þéttir húðina undir augunum. Í bréfinu er eitt par af gelþynnum sem eru sett undir augun. Ég setti mitt beint í ísskápinn og hlakka mikið til að prófa!

 

Origins: flower fusion violet nourising sheet mask
Nærandi sheet maski sem passar fullkomlega með augnpúðunum!

 

Mádara: smart antioxidant anti-fatigue eye rescue cream
Ég bind miklar vonir við þetta augnkrem miðað við nafnið! Ég hef ekki prófað vörur frá þessu merki áður en varan kom eins og kölluð þar sem ég kláraði augnkremið mitt fyrir sléttri viku síðan og hafði ekki komið mér í að kaupa nýtt.
Kremið er feitara heldur en önnur augnkrem sem ég hef notað, mildur ilmur og kremið á að ráðast á fínar línur, dökka bauga, þrota og bjarga þreyttum augum!

 

Max Factor: false lash effect
Ég hef ekki prófað maskara frá Max Factor áður en þessi á að koma í staðin fyrir fölsk augnhár og um leið og ég tek pásu frá augnháralenginum þá verður þessi settur í prófanir, hef aldeiliss samanburðinn frá því að vera með fölsk augnhár alla daga!

 

Með boxinu fylgir blað með útskýringum um hvernig sé best að nota vörurnar og fullt verð á þeim. Boxið kostar aðeins 3990kr og þær vörur sem komu með septemberboxinu ættu að kosta um 10000kr væru þær keyptar stakar á síðunni!
Boxið má nálgast í forsölu HÉR og svo dettur það í almenna sölu eftir helgi. Ég myndi hafa hraðar hendur, það selst hratt og takmarkað magn í boði.

 

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.