Ávaxtasýrur- hin fullkomna vetrarhúðmeðferð

Ávaxtasýrur- hin fullkomna vetrarhúðmeðferð

Varan til umfjöllunar var send að gjöf óháð umfjöllun

Eins og titillinn á færslunni gefur til kynna þá ætla ég aðeins að lofsyngja ávaxtasýrur!

Núna þegar sólin fer að skína minna og veturinn tekur við með öllu myrkrinu er upplagt að prófa ávaxtasýrur fyrir húðina. Sýrur eru oft teknar í kúrum, stuttan tíma í einu enda um öflugar húðvörur að ræða og ekki ráðlagt að húðin komist í beina snertingu við sól á meðan meðferð stendur.

Ávaxtasýrur djúphreinsa húðina, jafna húðlit og áferð húðar (t.d. ójöfnur vegna öra) ásamt því að minnka fínar línur og dökka bletti. 
Það er mjög mikilvægt að nota sólarvörn alltaf þegar sýrumeðferð er í gangi og verja húðina daglega með farða. 

Í vor tók ég 30daga sýrumeðferð frá Lancóme, Visionnare Crescendo, sem skiptist í tvo 15 daga fasa með tveimur mismunandi sýrum sem eru settar á húðina fyrir nóttina. Fyrri hlutinn er 5% blandaðar sýrur á meðan seinni hlutinn er 10% blandaðar sýrur, þar af 9,5% hrein glycolic sýra.
Fyrri hluti þessarar meðferðar gerir húðina mýkri og húðholur minna áberandi á meðan seinni hlutinn tekur meira á litablettum á húð og fínum línum.

Ástæðan fyrir því að ég hef ekki fjallað um meðferðina fyrr er að ég vildi vera viss um að það væri sýrumeðferðin sem væri að virka svona vel! Ég tók út öll önnur virk krem og alla djúphreinsa á meðan meðferð stóð en notaði áfram rakakrem alla daga.
Ég ELSKA ávaxtasýrur og hefði eiginlega ekki trúað því hvað húðin mín varð mjúk og falleg! Ég er ekki með miklar ójöfnur eða bletti á minni húð og sá því ekki mikinn mun þar en roðinn minnkaði klárlega, húðin varð silkimjúk og viðkvæma húðin mín fann ekki fyrir meðferðinni 🙂

Ég mæli klárlega með sýrumeðferð fyrir allar húðtýpur (nema hugsanlega þær allra viðkvæmustu, fá þá ráðleggingar frá snyrtifræðing um hvað hentar) og núna er tíminn að detta inn!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.