Augabrúnir – umhirða

Augabrúnir – umhirða

Ég elska að vera með fallegar augabrúnir. Mér finnst ég aldrei líta eins vel út og þegar ég er ný búin í plokk & lit.
Ég er svo lánsöm að vinkona mín hugsar mjög vel um augabrúnirnar mínar og sér um að plokka þær og lita. Ég fer til hennar ca. 1 sinni í mánuði og þess á milli nota ég sjálf vörur til að halda þeim fínum. Það er ekki mikil þörf á því fyrst um sinn eða þegar fer að líða á mánuðinn finnst mér algjört lykilatriði að skerpa þær aðeins um leið og ég mála mig.

Mig langar að segja ykkur frá nokkrum af þeim vörum sem ég nota og finnst virka vel fyrir mig.

  1. L.A. Girl augabrúnablýantur – Þessi blýantur er það besta sem ég veit! Öðru megin er grannur blýantur sem hægt er að skrúfa upp og niður og hafa hann í þeirri lengd sem hentar manni best að vinna með. Á hinum endanum er svo greiða svo hægt er að greiða í gegnum brúnirnar, bæði áður en maður hefst handa við að móta þær og svo þegar maður er búin og vill aðeins dreifa úr vörunni sem er komin í brúnirnar til að gera þær náttúrulegri.
    Blýanturinn er tiltölulega ný kominn í vöruúrvalið hjá Fotia.is og kostar svo lítið að það er eiginlega grín! Heilar 990 krónur.
  2. Eye of Horus augabrúnablýantur – Þessi blýantur er skáskorinn og ótrúlega þægilegt að vinna með hann. Ég er mun fljótari að fylla inní brúnirnar með þessum en finnst LA Girl blýanturinn nákvæmari í mótuninni. Snilldin við þennan blýant er sú að það er augabrúnagel í öðrum endanum á honum, sem sagt allt á einum stað. Ég kepti þennan líka hjá Fotia.is.
  3. Anastasia Beverly Hills augabrúnagel – Þetta augabrúnagel er lífið! Það er litur í því svo ef maður hefur ekki tíma til að fylla inní brúnirnar er frábært að grípa í gelið. Ég nota þetta mikið þegar ég er nýkomin úr plokkun&litun og finnst létti liturinn sem kemur úr gelinu gera svona “punktinn yfir i-ið” á ný snyrtu augabrúnunum mínum. Gelið sjálft er samt ekki jafn gott og það sem fylgir blýantinum frá Eye of Horus, en ég get samt ekki án þess verið. Ég keypti mitt gel í Sephora, en það fæst á Nola.is.

***

Það er svolítið skemmtileg staðreynd að við Ásta sambloggari minn hérna á Ynjum kynntumst einmitt þegar ég kom alltaf til hennar í plokk & lit áður en hún gerði mér þann óleik að flytja til Húsavíkur.
Hún hefur verið að sýna hvernig maður litar augabrúnir & augnhár sjálfur heima hjá sér á snappinu okkar, svo ég mæli með að adda því og fylgjast með @Ynjur.is

Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku