Auðveldar og skotheldar makkarónur

Auðveldar og skotheldar makkarónur

Uppskrift
100gr. Flórsykur
100gr. Möndlumjöl
70gr. Eggjahvítur
1/2 tsk. Cream of tartar
50gr. Sykur

Hér á instagram í highlights finnið þið step to step aðferð til að gera makkarónurnar.

Fyllingar

Súkkulaði:
150gr. Súkkulaði
90gr. Rjómi

Aðferð:
R
jómi hitaður upp að suðu og hellt yfir súkkulaðið, athuga að ef þið notið súkkulaðiplötur þá þarf að saxa það niður. Gott er að leyfa blöndunni að standa á borði yfir nótt, þá á að vera komin fullkomin áferð til að sprauta á makkarónurnar.

Hindberja:
200gr. smjör
200gr.flórsykur
40gr.sykur
100gr. hindber (mega vera frosin)
Safi úr einu Lime

Aðferð:
1.Hinder, sykur og lime hitað í potti þar til allur sykur hefur leyst upp. Sett til hliðar og kælt.
2.Smjör þeytt þar til það verður létt og ljóst, næst er flórsykrinum bætt saman við og þeytt betur.
3. Hindberjablöndunni helt smá saman við smjörkremið og þeytt vel þegar allt er komið saman við.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.