Athugasemdir um árangur „Er ekki komið gott?“ 

Athugasemdir um árangur „Er ekki komið gott?“ 

Eins og ég hef áður fjallað um breytti ég um lífsstíl og hef náð talsverði þyngd af mér og bætt við mig vöðvum.

En það er eins og það hafi opnast „pandoru box“. Nú fæ ég athugasemdir um útlit og hvað ég borða, sem ég fékk ekki áður fyrr þegar ég var í yfirþyngd. Aldrei kom fólk með athugasemdir áður fyrr í veislum eða annarstaðar, “ættir þú ekki að sleppa þessu” eða “er einn skammtur ekki nóg?” Ekki það að það komi öðrum við hvað fólk velur sér að borða, enda fullorðið fólk.

 

 

En núna vel ég mér hvað mig langar að borða út frá þeim lífsstíl sem ég hef valið mér og hentar mér persónulega og er ég sjálf mjög sátt með það. Ef mig langar í köku eða nammi þá bara leyfi ég mér það, en mér líður oft illa eftir svoleiðis svo ég er ekki mikið fyrir að „leyfa“ mér þannig kosti, bæði því mér líður illa og fæ útbrot í andlit en ef ég er í stuði og mig langar í þá er það mjög einfalt – ég fæ mér bara það sem mig langar í.

 

Nýlega setti ég inn mynd á instagram meðan ég var að taka svo kallaða „booty“ æfingu og ég var mjög sátt með myndina því lausa húðinn sem hangir alla daga lagðist fallega niður og ég var í allri hreinskilni mjög sátt, en þetta var mynd og ég er ekki með svona sléttan maga standandi þar sem að missa 50 plús kg hefur líka afleiðingar á húð en það er efni í annað blogg seinna. En eftir þessa mynd fékk ég nokkur skilaboð sem hljómuðu á sama veg; „ertu að borða Eva?“ og nokkur svona skot frá fólki sem  aldrei kom með athugasemdir þegar ég var 100 kg plús, aldrei fékk ég skilaboð „ertu ekki að borða of mikið Eva?“ .

 

Mikið væri gaman ef fólk myndi hrósa; mikið lítur þú „hraustlega út“ því það er það sem ég er og það er mitt markmið að vera hraust. Það hafa komið tímabil  sem ég hugsa of mikið um kílóafjölda, en ég sjálf minni mig á markmið mín eru í ræktini en ekki á vigtinni. En stundum eftir nokkrar athugasemdir á myndum þar sem ég er að deila árangri, því ég er fjandi stolt af þeim árangri sem ég hef náð með mikilli vinnu, „passaðu þig að hverfa ekki“ og svo framvegis það tekur á hjartað. Ég er ekki að hverfa eða svelta mig, ég er hraust.

Auðvitað eiga ættingjar og aðrir nákomnir að ræða við fólk ef það hefur áhyggjur af heilsu þess og  ef fólk telur sig eiga rétt á því að ræða matarvenjur við þá sem það telur vera að skaða sig.

 

En ég borða, ég borða 6 máltíðir á dag, ég hef fengið þráhyggju og borðaði lítið en það var fljótt að rjátla af mér, líkaminn mótmælti með því að fara eigin leiðir; vigtin haggast ekki ef maður borðar minnna og æfir meira.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar og sérstaklega þegar commentakerfið er annarsvegar og auðvelt erað skjóta fólk niður í netheimum, verum góð við hvort annað og eins og mamma kenndi mér „ef þú hefur ekkert gott að segja, ekki segja neitt“ og þessi regla er gulls ígildi á internetinu.

 

Hægt er að fylgjast með mér á Instagram –

adventuresofus2

Facebook Comments