Afmælisundirbúningur

Afmælisundirbúningur

Þar sem yngri dóttir mín verður 2 ára í næstu viku er ég aðeins farin að hugsa út í afmælið hennar sem verður helgina eftir. Ég hef einstaklega gaman af því að skoða hugmyndir frá öðrum og netinu og finnst gaman að hafa eitthvað þema. Stundum verður þó ekki mikið úr þemanu en mér finnst alltaf gaman að bjóða upp á skemmtilega og fallega afmælisköku.

Núna í ár var ég að gæla við það að hafa dýraþema og undanfarið hef ég fundið þessar hugmyndir á netinu.

Einfaldar kökur geta verið mjög skemmtilegar og þessar eru tilvaldar til að leyfa afmælisbarninu að skreyta með sínum uppáhaldsdýrum.

8fb6489be40d4fc08cf66fc40e4a2cb6

22e33053a41977bd8baf9fac65c119b0
Einföld en skemmtileg borðskreyting!

c57676faf9026736d88f3675dea358d0

ac00c6b43b17c8766d49973fce6f8c8c
img_7010

Svona kisuköku gerði ég fyrir dóttur mína í fyrra og vakti hún mikla lukku hjá afmælisbarninu!

Núna er bara að hella sér í undirbúning og svo fáið þið að sjá afraksturinn hér á blogginu.

14632979_10211174788304670_3255155065553971427_n

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.