Afmælis uppskriftir

Afmælis uppskriftir

Þegar ég var að undirbúa fyrir afmælið hennar Marín Helgu fékk ég ótal spurningar út í uppskriftir og lofaði að deila þeim hér. En fyrir afmælið hennar gerði ég mínar uppáhalds kökur, þið finnið nákvæmari leiðbeiningar á instagram (sylviahaukdal).

Mæli klárlega með að þið prófið þessar.

Blauttertubotn með konfektbotni, rjómasúkkulaðimús og súkkulaðikremi.

Blauttertubotn:
3stk. Egg
200gr. Sykur
75ml. Heitt vatn
150gr. Kornax Hveiti
1 1/2 tsk. Lyftiduft

Aðferð:
1. Egg og sykur þeytt þar til verður ljóst og létt.
2. Heitu vatni hellt í mjórri bunu saman við blönduna meðan haldið er áfram að hræra.
3.Hveiti og lyftiduft sigtað og hrært varlega saman við með sleif.
4,Bakað við 175° í 25-30mín.

Konfektbotn
4stk. Eggjahvítur
140gr. Flórsykur
140gr. Kókosmjöl
100gr. Súkkulaði (bitar eða saxað)

Aðferð:
1. Eggjahvítur og flórsykur stífþeytt saman.
2.Kókosmjöli og súkkulaði hrært varlega saman við.
3.Bakað við 150° í 30 mín.


Rjómasúkkulaðimús
250gr. Rjómasúkkulaði
100gr. Eggjarauður
100gr. Flórsykur
400ml. Rjómi

Aðferð:
1. Súkkulaði brætt
2.Eggjarauður og flórsykur þeytt þar til verður ljóst og létt.
3.Súkkulaði blandað saman við eggjablönduna.
4.Rjómi þeyttur.
5.1/3 af rjóma blandað saman við súkkulaðiblönduna og svo er restinni af rjómanum hrært varlega saman við.

Súkkulaðikrem
100gr. Eggjarauður
100gr. Flórsykur
120gr. Súkkulaði
5msk. Rjómi

Aðferð:
1. Súkkulaði brætt.
2.Flórsykur og eggjarauður þeytt þar til verður ljóst og létt.
3.Súkkulaði og rjóma hrært saman við.

Smjörkrem
500gr. Smjör
500gr. Flórsykur
1tsk. Vanilludropar

Aðferð:
1. Smjör þeytt vel og lengi þar til verður ljóst og létt.
2.Flórsykri og vanilludropum hrært saman við og þeytt vel þar til kremið verður fallega hvítt.

Samsetning:
1.Smjörkrem hring sprautað meðfram brúnunum á blauttertu botninum.
2.Súkkulaðimús sett í miðjuna og konfekt botninn ofaná.
3.Smjörkrem hring sprautað meðfram brúnunum á konfekt botninum.
4. Súkkulaðikrem sett í miðjuna og annar konfektbotn ofaná.
5.Smá smjörkremi dreyft á hliðarnar og sett í kæli.
6.Kakan tekin úr kæli og hjúpuð með smjörkremi.

Súkkulaðikaka með súkkulaði ganache og rjómasúkkulaðimús.

Súkkulaðibotnar
2 bollar Sykur
1 3/4 bolli Kornax hveiti
3/4 bolli kakó
1 1/2 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk. Matarsódi
1tsk. Salt
2stk. Egg
1/2 bolli Olía
1 bolli Mjólk
1 bolli soðið vatn (heitt)
2tsk. Vanilludropar

Aðferð:
1.Þurrefnum hrært saman.
2.Blautefnum hrært saman við.
3.Bakað við 175°í 20-25 mín.

Súkkulaði ganache
(gott að gera daginn áður en kakan er sett saman)
300gr. Súkkulaði
170ml. Rjómi

Aðferð:
1.Rjómi hitaður upp að suðu.
2. Rjómanum er hellt yfir britjað súkkulaðið og leyft að standa 2-3 mín áður en er hrært saman.
3. Leyft að standa á bekk þar til kólnar og verður nógu þykkt til að smyrja á milli botna. Mæli með að gera þetta daginn áður og leyfa að standa á borði.

Rjómasúkkulaðimús
Sama uppskrift og er hér fyrir ofan
Smjörkrem
Sama uppskrift og er hér fyrir ofan

Samsetning er eins og á kökunni hér fyrir ofan nema á milli fyrstu botnana fer súkkulaði ganache og svo milli næstu fer súkkulaðimúsin. Passa að gera smjörkrem hringina ekki of lága svo flæði ekki úr kökunni.Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.