Ævintýramyndataka

Ævintýramyndataka

Í haust fórum við í smá myndatöku til áhugaljósmyndarans Emilíu Kristínar. Ég hafði verið að fylgjast með henni í töluverðan tíma áður en ég hafði samband við hana og fékk hana til að mynda dóttur mína. Hún hafði verið áberandi á instagram-inu mínu lengi, aðallega fyrir allar fallegu myndirnar sem hún tók fyrir barnafatamerkið YL.

Það sem heillaði mig mest við myndirnar hennar er hvað það er eitthvað mikið ævintýri í hverri einustu mynd. Stíllinn hennar er alveg einstakur.

Ég má til með að deila með ykkur nokkrum myndum úr tökunni, en ég fékk yfir 100 myndir til mín eftir tökuna. Á sumum var barnið með lokuð augu og myndin “ófullkomin” en það er partur af ævintýrinu og mér þykir vænt um allar þessar myndir.

Ég er alveg spennt að bóka hana í aðra töku og sé fyrir mér að gera það í sumar.

Hérna eru fleiri upplýsingar um hana og svo er hún með instagram @emiliakb

Myndir eru gull <3

Kannski vert að taka það fram að færslan er ekki kostuð á neinn hátt.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku