Æðislegt samverudagatal fyrir fjölskylduna

Æðislegt samverudagatal fyrir fjölskylduna

Færslan er kostuð.

Nú eru bara nokkrir dagar þar til Desember byrjar. Ég er mikið jólabarn og hef alltaf haft gaman að því að vera með dagatal í Desember þó svo ég sé orðin 28 ára gömul. Dóttir mín er rétt að verða 17 mánaða og hefur ekki mikið vit á dagatölum en mig langar að við fjölskyldan njótum þess að gera eitthvað skemmtilegt saman yfir aðventuna

Ég var búin að hugsa það hvort ég ætti ekki bara að föndra eitthvað skemmtilegt dagatal fyrir okkur fjölskylduna, eitthvað sem við gætum opnað saman á morgnana í desember. En svo líður tíminn svo óskaplega hratt þessa dagana að ég hef bara ekki fundið tímann í það.

Á vafri um facebook rakst ég á ótrúlega fallegt og skemmtilegt dagatal sem hún Harpa Stefánsdóttir gerir.

dagatal1
Það er samverudagatal fyrir fjölskylduna.
Dagatalinu fylgja 30 miðar sem allir hafa eitthvað sem fjölskyldan getur gert saman í Desember. Allt frá því að lesa jólasögu, föndra jólakort og í að gera saman piparkökuhús.

dagatal3Ég hlakka mikið til að njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt með Önnu Hrafnhildi og Atla í Desember.

Hér er hægt að hafa samband við Hörpu.

sylvia

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.