Æðisleg vanillukaka með hindberjakremi

Æðisleg vanillukaka með hindberjakremi

Ég gerði þessa æðislegu vanilluköku með hindberjakremi fyrir svolitlu síðan, finnst ég verða að deila með ykkur uppskrift af henni enda alveg hrikalega fersk og góð.

Vanillukaka
1 1/2bolli Sykur
2 1/4 bolli Kornax hveiti
1/2 tsk. Matarsódi
1/2 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk. Salt
285gr. Smjör( við stofuhita)
5 stk. Eggjahvítur
4 tsk. Vanilludropar
1 dós Sýrður rjómi
3/4 bolli Nýmjólk (volg)

1.Hita ofninn í 175 gráður (viftu)
2.Öllum þurrefnum hrært saman.
3.Rest hrærð saman við.
5.Bakað við 175 gráður í 15-20 mínútur eða þar til tannstöngull eða prjónn kemur hreinn uppúr kökunni.

Krem inní köku
200gr. Smjör
200gr. Flórsykur
100gr. Frosin Hindber
3 tsk. Sítrónusafi
50gr. Sykur

1.Hindber, sykur og sítrónusafi sett í pott, þegar suðan er komin upp er því leyft að malla í 4-5mín. 2.Blandan kæld.
3.Smjör þeytt þar til það verður ljóst og létt.
4.Flórsykri þeytt saman við.
5.Hindberjablandan þeytt smá saman við, þeyta kremið vel.

Utan á kökuna geri ég venjulegt vanillusmjörkrem
500gr.Smjör
500gr. Flórsykur
2 tsk. Vanilludropar

1.Þeyta smjörið mjög vel, þar til það verður vel hvítt.
2.Þeyta flórsykur saman við og þeyta kremið lengur.
3.Vanilludropum hrært saman við.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.