Að ganga með og eiga barn samhliða MS sjúkdómi

Að ganga með og eiga barn samhliða MS sjúkdómi

Ég er 29 ára og ég er svo rík og heppin að hafa fengið þann heiður að fá að upplifa það að verða mamma sem ég veit að er ekki sjálfgefið.

 Á minni fyrstu og síðustu meðgöngu vissi ég þær yrðu ekki fleiri. Ég tók þá ákvörðun að láta klippa á eggjastokkana hjá mér af þeirri ástæðu að sjúkdómurinn sem ég er með jókst mikið við og eftir fæðingu dóttur minnar, einnig verð ég að gæta að því að vera ekki undir of miklu álagi því það fylgir eðlilega streita  hlutverki foreldris og því að eiga og hugsa um svona yndislega manveru.

Sú ákvörðun sem ég tók að láta loka fyrir eggjastokkana var mjög stór ákvörðun sem fylgdi vissulega mikil sorg. Verandi einstæð móðir og þurfa að taka þessa ákvörðun ein fannst mér líka mjög erfitt.

Sumir velta sér kannski fyrir því hvers vegna ég er að skrifa um svona persónulegan lífsreynslu á veraldarvefnum, en ástæðan er sú að það er ekki sjálfgefið að allar konur geti eða langi yfir höfuð til þess að eignast fleiri börn.

Ég gef mikið af dótinu sem ég hef keypt handa dóttur minni í burtu, vegna þess að jú ég er ekki að geyma það fyrir næsta barn. Ég geymi föt og hluti sem hafa eitthvað táknrænt gildi fyrir mig og hana, en annars gef ég fjölskyldu, vinum og í Rauða krossinn allt annað.

Það stingur mig stundum í hjartað þegar fólk spyr mig: “viltu ekki geyma þetta fyrir næsta barn”?

Hún er þriggja ára síðan í apríl og ég er fyrst núna að finnast ég kannast við eigin líkama og er byrjuð að læra að vinna með þá skemmdir sem hafa orðið á heilanum og sjálfri mér eftir veikindin.

Ég hugsaði mig um í langan tíma áður en ég tók þessa ákvörðun. Ég þarf líka að vera með heilsu til að vera með dóttur minni. Hún hefur bara mig að sem foreldri.

Þrátt fyrir sorgina sem fylgdi ákvörðun minni er ég er alveg 100% viss með mína ákvörðun, en það á til að stinga mig í hjartað þegar fólk spyr og kemur með athugasemdir um barneignir hjá konum, til dæmis; “ætlar þú ekki að koma með eitt?” eða “hvenær kemur næsta?”

Það er ekki sjálfgefið að eignast barn.

Ég vil taka það fram að meðganga hefur ekki alltaf sömu áhrif á konur með MS sjúkdóm og virkar þessi sjúkdómur mismunandi á hvern einstakling og ekki þarf að taka jafn rótkækar ákvarðanir og ég tók fyrir mig persónulega. Hægt er að nálgast upplýsingar um minni róttækar getnaðarvarnir inn á  http://doktor.is/grein/getnadarvarnir
Eva

Hægt er að fylgjast með mér á instagram – adventuresofus2

 

Facebook Comments