8 flug á 9 dögum og húðin í rúst!

8 flug á 9 dögum og húðin í rúst!

Ég þurfti að ferðast alla leið til Kazakhstan fyrir vinnuna mína og á þeim 9 dögum sem ferðin tók fór ég í 8 flugferðir!
Ég var í ofanálag að vinna töluvert mikið þessa daga og til að pakka sem léttast (var samt með 3 stórar ferðatöskur fyrir vinnufatnað) tók ég einungis það allra nauðsynlegasta af húðvörunum mínum með.
Niðurstaðan eftir þessa níu daga? Húð í rúst!!

Húðin mín er mjög þurr, ert, rauð og vannærð. Mig klæjar í húðina og hún þráir að fá raka og næringu. Allir farðar sem ég á sogast inní húðina og í þurrkublettina.
Ástandið er sem sagt slæmt!

 

Áður en lengra er haldið þá tek ég það skýrt fram að ég er snyrtifræðingur og þekki húðina mína gríðarlega vel. Ástandið á húðinni er mjög slæmt og svona massífar aðgerðir eru yfirleitt ekki gerðar.
Ég er með þurra og viðkvæma húð að eðlisfari sem þarf mjög lítið til að koma úr jafnvægi. Fyrir ykkur sem tengið við þessa lýsingu á húðinni, þá mæli ég með að prófa fyrst maska annan hvern dag og sjá hvernig húðin bregst við. Flestir finna fljótt mun til hins betra/verra og gott að prófa sig áfram!

Næstu daga ætla ég að einbeita mér að því að ná húðinni aftur jafn góðri og hún var, setja á mig maska á hverjum degi, djúphreinsa annan hvern dag og muna að hreinsa hana kvölds og morgna.
Hér fyrir neðan ætla ég að deila “uppskriftinni” minni til að bjarga þessu neyðarástandi 🙂

Dagur 1!
Þessi dagur verður örlítið extreme og ég ætla að “double maska” ásamt því að djúphreinsa húðina.
Djúphreinsir: City Block Purifying Charcoal mask frá Clinique
Maski: Clay Babe frá Skinboss, fæst HÉR
Næringarmaski: Hydra Collagenist frá Helena Rubinstein
Dagur 2!
Hreinsir/léttur djúphreinsir: Polishing facial exfoliator frá Manuka Doctor, fæst HÉR
Næringarmaski: Dream Duo frá GlamGlow
Dagur 3!
Djúphreinsir: City Block Purifying Charcoal mask frá Clinique
Næringarmaski: 5 in 1 Bouncy mask frá First Aid Beauty, fæst HÉR
Dagur 4!
Á þessum degi ætla ég aftur að setja tvo maska en í þetta skiptið hreinsa húðina og gera tvöfaldann næringarmaska.
Maski: Energie de vie frá Lancóme
Næringarmaski: Dream Duo frá GlamGlow

Dagur5!
Núna róa ég húðina aðeins niður og leyfi allri næringunni sem hún hefur fengið síðustu daga að síast inn. Ég sleppi maska í dag, hreinsa húðina vel og ber á hana andlitsolíu fyrir nóttina.
Olía: Normalizing oil frá Manuka Doctor, fæst HÉR

Dagur 6!
Næst síðasti dagurinn í þessari törn minni, léttur djúphreinsir í dag ásamt róandi og sefandi næturmaska. Viðhalda árangrinum en ekki fara overboard.
Hreinsir/djúphreinsir: Polishing facial exfoliator frá Manuka Doctor
Maski: Aquasource everplump night frá Biotherm
Dagur 7!
Þessi dagur fer aðeins eftir því hvernig mér líður í húðinni. Þarna á hún að vera orðin mjög vel nærð og meira spurning að viðhalda næringunni heldur en að lagfæra. Ég hef því tvo möguleika fyrir lokadaginn í þessari syrpu!
Djúphreinsir: City Block Purifying Charcoal maks frá Clinique
Maski: Clay Babe frá Skinboss. Eingöngu ef mér finnst húðin mín ennþá þurr og stíf, þetta er mjög öflugur maski og ef mér líður vel í húðinni þá geymi ég að nota þennan í 2-3 daga.
Maski2: 5 in 1 Bouncy mask frá First Aid Beauty
Extra næring: Hydra Collagenist frá Helena Rubinstein

 

Fyrir utan þær vörur sem ég tel upp hér að ofan nota ég alltaf yfirborðshreinsi, hreinsi til að taka farða af og toner á eftir.

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.