3ja ára afmæli á einfaldann máta!

3ja ára afmæli á einfaldann máta!

Um síðustu helgi héldum við uppá 3ja ára afmæli Ríkharðs Vals og eftirvæntingin var mikil hjá einkasyninum þetta árið!
Hann valdi sjálfur að fá Batman köku og þar með var þemað ákveðið.

Afmælið var fjölskylduboð og svo vildi hann bjóða bestu vinum sínum sem hann auðvitað fékk að gera. Veitingarnar voru því aðeins sniðnar að aldri gestana, einfalt og þægilegt fyrir börnin en saðsamt og sætt fyrir fullorðna fólkið!

Ég elska einfaldleikann!

Skreytingarnar voru einstaklega einfaldar þetta árið, gular & bláar blöðrur (fékk ekki svartar á Húsavík), nafnaborði og stór blaðra með tölustafnum “3” og borðbúnaður í Batman stíl.
Veitingarnar voru sömuleiðis mjög einfaldar og kostuðu okkur ekki mikið, gestirnir voru 27 ef ég hef talið rétt og allar veitingarnar sem keyptar voru sérstaklega fyrir tilefnið kostuðu okkur innan við 12þúsund krónur.

Það eina sem var ekki einfalt, eða tók a.m.k mesta tímann var afmæliskakan sjálf en að baka og skreyta hana hefur eflaust tekið 4klukkustundir á meðan allt hitt sem var gert hefur tekið svipaðann tíma í heild sinni 🙂

Ég leyfi myndunum að tala!

Hvar fæst hvað:
Stór gyllt blaðra: Minitrend
Batman borðbúnaður: Partýbúðin
Batman logo ofan á köku: Veislutertur
Stafaborðar: Petit

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt og undirrituð keypti allar veitingar og skreytingar fyrir veisluna!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.