Falleg gjöf: Teint Idol Ultra Cushion farði

Falleg gjöf: Teint Idol Ultra Cushion farði

Færslan er unnin í samstarfi við Lancóme á Íslandi

Ég fékk ótrúlega fallega og persónulega gjöf senda til mín í pósti fyrr í vikunni.
Fyrir snyrtivörufíkla og -safnara eins og mig sjálf þá hoppaði ég hæð mína þegar ég sá hvað leyndist í pakkanum!

Lancóme á Íslandi stendur neflilega fyrir ótrúlega skemmtilegum viðburði í verslun Lyf&Heilsu í Kringlunni í dag fimmtudag,föstudag og laugardag. Með hverju keyptu boxi af Teint idol ultra cushion farðanum fylgir merking á boxinu!
Þetta er bæði dásamlega falleg og persónuleg gjöf en líka algjör “nauðsyn” í safnið fyrir þær sem elska fallegar snyrtivörur jafn mikið og ég 😉

Sjáiði bara hvað þetta er fallegt!!

En að farðanum!
Farðinn er mjög léttur á húðinni en hylur samt ótrúlega vel. Það þarf alls ekki mikið magn af honum og áferðin á minni húð er semi-mött, en ég er með þurra húð sem á það samt til að glansa ööööörlítið þegar líður á daginn á enni og nefi.
Ég þurfti ekki að púðra mikið til að festa farðann og svampurinn sem fylgir kom mér á óvart, en mér finnst hann henta best í farðann af öllu sem ég hef prófað að nota (sem er bæði bursti og farðasvampur).
Ókosturinn við farðann finnst mér helst vera lyktin af honum, en hún rýkur samt mjög fljótt og er ekkert til þess að ég myndi ekki nota farðann, ég er bara vanari betri ilm af Lancóme farða 🙂

Boxið sjálft er auðvitað algjört augnakonfekt, merkt eða ekki!

Merkingin fer fram sem hér segir:
Fimmtudagur kl 14-18
Föstudagur kl 14-18
Laugardagur kl 13-17
Einungis í verslun Lyf&Heilsu í Kringlunni og um leið er 20% afsláttur af öllum vörum frá merkinu og veglegir kaupaukar í boði!
Fyrir okkur landsbyggðarpíur er hægt að panta í gegnum póstkröfu 😀

Góða helgi!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.