2 ára kanínuafmæli

2 ára kanínuafmæli

Anna Hrafnhildur varð tveggja ára 1.júlí og héldum við upp á það með fjölskyldu og vinum. Þegar hún varð 1.árs var ég fram eftir nóttu að græja og gera fyrir afmælið, með fullt borð af allskonar kökum, veitingum og grilluðum við líka pylsur. Í ár ákvað ég að ég ætlaði ekki að vera í stressi fram eftir nóttu  að græja og gera heldur taka þessu tiltölulega rólega og njóta frekar með fjölskyldunni.

Ég er svo heppin að ég vinn í Sætum syndum svo að ég náði að græja kökur og makkarónur þaðan. Svo vorum við með ostasalat, heita rétt,i popp og ber.  Þvílíkur munur að hafa rólegheit í kringum þetta!

Þessi kaka var vanillubotnar með saltkaramellu og smjörkremi

Þetta var frönsk súkkulaðikaka með súkkulaðikaramellu á milli

Jarðaber og brómber

Keypti bréfpoka í Söstrene grene, klippti á þá kanínu eyru, teiknaði andlit og batt borða utanum.

Glöstin keypti ég líka í Söstrene grene, dúskana keypti ég í A4 og límdi á með doubletape

Afmælisstelpan var hæst ánægð með kanínuafmælisveilsuna sína 🙂

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.