1 árs ¨Smash a Cake¨myndataka

1 árs ¨Smash a Cake¨myndataka

Þegar ég varð ólétt af Önnu Hrafnhildi var kökuóða ég búin að skoða ofsalega mikið af Smash a Cake myndatökum af börnum á aldrinum 1-2 ára. Mér fannst þetta svo ofsalega skemmtilegt og hlakkaði til að fara með mitt barn í svona myndatöku.
Myndatakan er þannig að barnið fær köku fyrir framan sig og fær að sulla í henni að vild og smakka.

(By MarellaPhotography)

Þegar fór að nálgast 1 árs afmælið hennar fór ég að skoða hvaða liti ég vildi hafa í afmælinu og ákvað að hafa stílinn í myndatökunni eins. Svo bakaði ég vanilluköku og skreytti með smjörkrems rósum í sömu litum.Það skiptir í raun engu máli hvernig kaka þetta er því þau eru aðalega að sulla í henni. Það sem mér fannst skipta mestu máli var að hún væri falleg og í stíl við þemað.

Marella Steinsdóttir tók myndirnar og þær hefðu ekki getað verið betri, þær eru svo fallegar!

(By MarellaPhotography)

En það er ekki alltaf gleði í myndatökum hjá þessum krílum, en myndinar verða bara skemmtilegri og líflegri fyrir vikið.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.